Almenn Innheimta

Við vinnum í lausnum.

Almenn Innheimta sérhæfir sig á sviði greiðslu- og innheimtuþjónustu. Starfsmenn okkar búa yfir áralangri reynslu úr íslenska bankakerfinu. Með þessari reynslu hefur okkur tekist að útbúa hið fullkomna innheimtukerfi bæði fyrir stjórnendur jafnt sem starfsmenn. Kerfið sér til þess að vanskil og kostnaður haldist í lágmarki og eykur þannig arðsemi fyrir viðskiptavini okkar.

Innheimtuferli

Fruminnheimta

Almenn Innheimta sér um innheimtu fyrir viðskiptavini sína allt frá því að krafa hefur verið stofnuð þar til hún er greidd. Kröfuhafinn ákveður hvort að hann vilji sjálfur sjá um að stofna kröfuna eða fái okkur til að sjá um það. Sama hvort hann velur getur kröfuhafinn alltaf séð stöðu kröfunnar í kerfinu okkar. Sé krafan ekki greidd fyrir eða á eindaga sendum við út innheimtuviðvörun 10 dögum.

Milliinnheimta

Almenn Innheimta getur reynst mikilvægur tengiliður á milli kröfuhafa og skuldara þegar krafan er kominn í milliinnheimtu. Þegar krafan er komin í milliinnheimtu getur kröfuhafi ákveðið hvaða úrræðum hann vill beita við innheimtuna. Þær innheimtuaðgerðir sem kröfuhafi hefur val um eru:

  • Milliinnheimtubréf.
  • Fyrsta ítrekun milliinnheimtubréfs.
  • Önnur ítrekun milliinnheimtubréfs.
  • Hringt í greiðandann.
  • Ítrekanir með SMS skilaboðum eða tölvupóst.

Innheimturáðgjafar okkar aðstoða kröfuhafa við val á innheimtuaðgerðum í samræmi við tilurð kröfunnar.

Löginnheimta

Ef hvorki fruminnheimta né milliinnheimta bera árangur hefst löginnheimta. Þegar kröfur fara í löginnheimtu er öllum tiltækum úrræðum íslenska réttarkerfisins beitt. Þessi úrræði eru meðal annars greiðsluáskorun, aðfararbeiðnir, birting stefnu, fjárnám, nauðungarsala og gjaldþrot. Kröfuhafi hefur þó alltaf fulla stjórn á því hvaða úrræðum er beitt hverju sinni.

Þjónusta

Almenn Innheimta veiti alhliða þjónustu á sviðið innheimtu og fullbúið kerfi sem styður við þínar þarfir í kröfugerð, innheimtu og eftirfylgni mála.

Bætt viðskiptasamband

Grunnurinn að traustu viðskiptasambandi er öryggi og árangur. Í kerfinu okkar er auðvelt að sjá árangur innheimtu.

Notendavænt umhverfi

Kerfið okkar er notendavænt og er sniðið að þörfum allra þeirra sem koma að reikningagerð og innheimtu innan fyrirtækja.

Augljós árangur

Kerfið er búið fjölmörgum mælaborðum og möguleikum á víðtækum greiningum á árangri innheimtu, bæði fyrir stjórnendur og starfsmenn.

Auðveld samskipti

Auðvelt er að nálgast upplýsingar úr kerfinu okkar og miðla þeim innan kerfis sem utan.

Hafa samband

Sendu okkur skilaboð og við skoðum málið með þér.